Einfalt
Skýrt og öruggt
Við hönnun og þróun á kosninga- og skoðanakannanakerfis voru megin áherslur að skapa kerfi sem væri öruggt, einfalt og notendavænt. Kerfið okkar uppfyllir allar kröfur til rafrænna kosninga, notast við rafræn skilríki og eru atkvæði með öllu órekjanleg til kjósenda.
Hvaða félag eða fyrirtæki sem er getur nýtt sér kerfi Vefkönnunar með einföldum hætti þar sem kerfið er afar einfalt í notkun.
- Verkalýðsfélag Akraness notar kerfi Vefkönnunar í rafrænum kosningum á kjarasamningum ásamt að nota skoðanakannanakerfið til þess að gera skoðanakannanir hjá sínum félagsmönnum.
- Stéttarfélag leiðsögumanna notar kerfi Vefkönnunar við rafrænar stjórnar- og formannskosningar á aðalfundum sínum ásamt að nota skoðanakannanakerfið til þess að gera skoðanakannanir hjá sínum félagsmönnum.
- Rafiðnaðarsamband Íslands notaði kerfi Vefkönnunar í kosningum á árlegu þingi sambandsins.

