Kerfið okkar

Einfalt

Skýrt og öruggt

Við hönnun og þróun á kosninga- og skoðanakannanakerfis voru megin áherslur að skapa kerfi sem væri öruggt, einfalt og notendavænt. Kerfið okkar uppfyllir allar kröfur til rafrænna kosninga, notast við rafræn skilríki og eru atkvæði með öllu órekjanleg til kjósenda.

Hvaða félag eða fyrirtæki sem er getur nýtt sér kerfi Vefkönnunar með einföldum hætti þar sem kerfið er afar einfalt í notkun.

  • Verkalýðsfélag Akraness notar kerfi Vefkönnunar í rafrænum kosningum á kjarasamningum ásamt að nota skoðanakannanakerfið til þess að gera skoðanakannanir hjá sínum félagsmönnum.
  • Stéttarfélag leiðsögumanna notar kerfi Vefkönnunar við rafrænar stjórnar- og formannskosningar á aðalfundum sínum ásamt að nota skoðanakannanakerfið til þess að gera skoðanakannanir hjá sínum félagsmönnum.
  • Rafiðnaðarsamband Íslands notaði kerfi Vefkönnunar í kosningum á árlegu þingi sambandsins. 
Image

Helstu eiginleikar

Rafræn skilríki 
Kosninga- og skoðanakannanakerfi Vefkönnunar notast við rafræn skilríki og þurfa þátttakendur í kosningum eða skoðanakönnunum að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Órekjanlegt
Allar kosningar og skoðanakannanir eru leynilegar og kerfið okkar tryggir að atkvæði eru ótengd við þann sem kýs. Atkvæði eru þar með órekjanleg aftur til þeirra sem kjósa.

Atkvæði
Hver einstaklingur getur aðeins kosið einu sinni í hverri kosningu og aðeins tekið einu sinni þátt í hverri skoðanakönnun og þar af leiðandi ekki breytt atkvæði sínu eða tekið oft þátt í skoðanakönnunum til þess að reyna að hafa áhrif á niðurstöður skoðanakannana.
Virkar í öllum tækjum
Kerfi Vefkönnunar virkar í öllum tækjum, í tölvum jafnt sem símum sem auðveldar einstaklingum þáttöku í kosningum og skoðanakönnunum.

Notendavænt
Kerfið er einstaklega notendavænt, bæði fyrir þáttakendur en einnig fyrir stjórnendur að setja upp kosningar og skoðanakannanir.

Yfirsýn
Kerfið gefur stjórnendum og kjörstjórum góða og skýra yfirsýn yfir kjörskrár, þátttakendur hverrar kosninga og skoðanakannana, niðurstöður ásamt hlutföllum fyrir kjörsókn, þátttöku og niðurstöðum.
Kosningakerfið
Kosningakerfið er öflugt en á sama tíma mjög auðvelt í notkun.

- Hægt er að hafa ótakmarkaðar kosningar í gangi á sama tíma.
- Hægt að ráða hve marga valmöguleika fólk getur kosið í hverri kosningu.
- Hægt að stjórna hvenær kosningar hefjast og enda.
- Hægt er að hafa sér kjörskrá fyrir hverja kosningu og þannig aðgangsstýrt hverjir hafa kosningarétt í viðkomandi kosningu.
- Félagsmenn geta flett upp á vefsvæðinu hvort að þau séu á kjörskrá fyrir eitthvað af þeim kosningum sem eru í gangi hverju sinni.

Utankjörstaðaratkvæði
- Kerfið býður einnig upp á að bæta við utankjörstaðaratkvæðum / atkvæðum á bréfseðli og er þá atkvæðum allra bréfseðla bætt við sér og kennitölum bætt við sér svo atkvæði séu ótengd við þá sem kusu. Þessum atkvæðum er bætt við áður en niðurstöður liggja fyrir. Aðeins er hægt að bæta við kennitölum sem eru á kjörskrá.

Hafa samband
Félagsmenn geta sent inn fyrirspurn/kvörtun/ábendingu/kæru beint frá kosningarsvæðinu sem skilar sér síðan á netfang/netföng kjörstjórnar eða á þann stað sem félagið kýs hverju sinni.
 

Skoðanakannanakerfið er öflugt en á sama tíma mjög auðvelt í notkun.

- Hægt er að hafa ótakmarkaðar kannanir í gangi á sama tíma. 
- Hægt að ráða hve marga valmöguleika fólk getur kosið í hverrri könnun.
- Hægt að stjórna hvenær kannanir hefjast og enda.
- Hægt er að hafa sér kjörskrá fyrir hverja könnun og þannig aðgangstýrt hverjir hafa þáttökurétt í viðkomandi könnun.
- Félagsmenn geta flett upp á vefsvæðinu hvort að þau séu á kjörskrá fyrir eitthvað af þeim könnunum sem eru í gangi hverju sinni.

Stjórnendur geta birt niðurstöður kosninga og skoðanakannana á vefsvæði kerfisins með einum smelli. Þannig geta þeir einstaklingar sem eru á kjörskrá séð niðurstöður fyrir bæði kosningar og kannanir.

Viltu vita meira?

Heyrðu í okkur og við förum yfir möguleikana með þér.

Vefkönnun

Íslenskur hugbúnaður sem gerir félögum og fyrirtækjum kleift að gera reglulegar skoðanakannanir ásamt rafrænum kosningum á einfaldan og hagkvæman hátt.

Þjónusta

Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og kappkostum við að mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Image